17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:23
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Ragna Sigurðardóttir (RagnaS), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Eysteinsdóttur frá Listaháskóla Íslands.

3) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hafdísi Unu Guðnýjardóttur og Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá mennta- og barnamálaráðuneyti vegna umsagna sem hafa borist um málið.

4) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Tryggvadóttur og Áslaugu Magnúsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 11:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08