45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 7. mars 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:22
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Dagbjört Hákonardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 24. mál - háskólar Kl. 09:23
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Alexöndru Ýr van Erven frá Landssamtökum íslenskra stúdenta.

3) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 09:48
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ágústu Þorbergsdóttur frá Íðorðafélaginu, Sveinbjörgu Sveinsdóttur frá Landskerfi bókasafna og Þórnýju Hlynsdóttur frá Upplýsingu - félagi bókasafnsfræðinga. Því næst komu Þórdís Anna Gylfadóttir, Embla María Möller og Valgerður Eyja Eyþórsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema.

4) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 09:45
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir og Eyjólfur Ármannsson. Halldóra Mogensen ritar undir álitið með fyrirvara.

5) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2024–2027 og aðgerðaáætlun Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið.

6) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 10:09
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela Kl. 09:11
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti um framkvæmd flutninga fólks til Venesúela þann 15. nóvember 2023 og þann 28. febrúar sl. þar sem m.a. komi fram upplýsingar um fjölda einstaklinga sundurliðað eftir aldri og lengd dvalar á Íslandi, afdrif umsóknar um alþjóðlega vernd, heildarkostnað ríkissjóðs, upplýsingar um ferðaleið og fjölda fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem fylgdu hópnum. Auk þess er óskað eftir upplýsingum um hversu marga einstaklinga er fyrirhugað að flytja eða aðstoða við að snúa aftur til Venesúela á næstu mánuðum.

8) Önnur mál Kl. 09:11
Að beiðni Eyjólfs Ármannssonar samþykkti nefndin að hefja frumkvæðismál og halda opinn fund um fjarsölu á áfengi, sbr. 3. mgr. 19. og 26. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25