54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason, Eyjólfur Ármannsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir voru fjarverandi. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 10:05.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Halldóra Mogensen tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Árnason og Kjartan Þór Ingason frá ÖBÍ - réttindasamtökum.

3) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ármann Jakobsson frá Íslenskri málnefnd, Jón Yngva Jóhannsson og Renötu Emilsson Pesková frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Kristínu Margréti Jóhannsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, sem tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) 707. mál - lögreglulög Kl. 09:10
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Persónuvernd þar sem gerð verði grein fyrir norrænni framkvæmd á fyrirkomulagi fræðslu og tilkynninga til hinna skráðu, skv. ákvæðum þarlendra laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, um vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum sem og tilkynningum til viðeigandi eftirlitsaðila þegar lögregla lætur af eftirliti sínu. Jafnframt er óskað eftir því að Persónuvernd geri grein fyrir helstu álitaefnum á sviði löggæslueftirlits sem hafa komið til meðferðar hjá norrænum, og eftir atvikum evrópskum, persónuverndarstofnunum sem varða eðlislíkar heimildir til löggæslueftirlits og þær sem lagðar eru til með fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á lögreglulögum.

5) Önnur mál Kl. 09:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23