1. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2011 kl. 11:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 11:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 11:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 11:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 11:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 11:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 11:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 11:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 11:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Kynning á starfsreglum fastanefnda.
Þessi hluti fundarins var sameiginlegur með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Sigrún Brynja Einarsdóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis kynnti starfsreglur fastanefnda.


2) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði
Rætt var um málsmeðferð og málið sent til umsagnar með umsagnarfresti til 10. nóvember.

3) 15. mál - grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland
Rætt var um málsmeðferð og málið sent til umsagnar með umsagnarfresti til 10. nóvember.

4) Önnur mál.
Formaður kynnti að mennta- og menningarmálaráðherra kæmi á næsta fund nefndarinnar til að kynna þingmálaskrá sína. Flestir lýstu vilja til að sá fundur yrði opinn.

Fleira var ekki gert.

ÞKG var fjarverandi þar sem hún var stödd erlendis.
SF sat fund fyrir EyH en vék af fundi.

Fundi slitið kl. 12:10