12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. nóvember 2011 kl. 08:35


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 08:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:35
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:35
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:35
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 08:35
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:35
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:35
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 08:35

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:35
Fundargerð 11. fundar var staðfest.

2) Riftunarreglur gjaldþrotalaga. Kl. 08:45
Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti kom fyrir nefndina og var rætt um riftunarreglur XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. sbr. nýlegan dóm héraðsdóms í máli nr. E-116/2011.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:00
Álit á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 til fjárlaganefndar var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar. Að álitinu standa: BjörgvG, ÞBack, OH, SkH, ÞrB.

4) 17. mál - sérgreining landshluta sem vettvang rannsókna, kennslu og atvinnuþróunar Kl. 09:10
SkH var valinn framsögumaður málsins.

5) Skipun undirnefndar til að fjalla um umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt. Kl. 09:15
Formaður kynnti að skipuð yrði undirnefnd til að fjalla um umsóknir um íslenskan ríkisborgararét.

6) Önnur mál. Kl. 09:17
Fleira var ekki gert.

ÞKG var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:20