18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2011 kl. 09:30


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:30
Fundargerðir voru ekki tilbúnar.

2) 383. mál - efling tónlistarnáms Kl. 09:35
Haldið var áfram með umfjöllun um málið.
Á fund nefndarinnar kom Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 378. mál - opinberir háskólar Kl. 09:50
Haldið var áfram með umfjöllun um málið.
Nefndin fékk á sinn fund: Jón Atla Benediktsson og Guðmund R. Jónsson frá Háskóla Íslands, Guðrúnu Ragnarsdóttur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna og Heimi Hannesson frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.

4) 361. mál - skráning og mat fasteigna Kl. 10:10
Haldið var áfram með umfjöllun um málið. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti og Margrét Hauksdóttir frá Þjóðskrá Íslands.

5) Önnur mál. Kl. 10:30
Eftirfarandi mál voru afgreidd frá nefndinni:
- Efling tónlistarnám (383. mál), að nefndaráliti standa: BjörgvS, ÞrB, SkH, OH, ÞKG (með fyrirvara), RR (með fyrirvara), SF (með fyrirvara), LRM.
- Skráning og mat fasteigna (361. mál), að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, OH, LRM.
- Opinberir háskólar (378. mál), að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, OH, ÞKG, RR, SF, LRM.

Fleira var ekki gert.

BJ boðaði forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 10:50