23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:00
Fundargerðir 19.-21. funda voru staðfestar.

2) Erindi frá Ríkisendurskoðun. Kl. 09:05
Formaður kynnti erindi frá Ríkisendurskoðun frá 28. nóvember sl. Ákveðið var að fá fulltrúar stofnunarinnar á næsta fund til að ræða erindið nánar.

3) 26. mál - forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Kl. 09:10
Rætt var um málið, m.a. út frá punktum framsögumanns, ÞKG.

4) 135. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:35
BGS var valinn framsögumaður í stað OH.

5) 468. mál - háskólar Kl. 09:37
SkH var valinn framsögumaður í málinu.

6) 467. mál - myndlistarlög Kl. 09:40
ÞBack var valinn framsögumaður í málinu.

7) 316. mál - menningarminjar Kl. 09:42
RR var valinn framsögumaður í málinu.

8) 382. mál - brottfall ýmissa laga Kl. 09:40
RR var valinn framsögumaður í málinu.

9) 363. mál - þjóðskrá og almannaskráning Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson og Stefán Ómar Jónsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Örn Arnarson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Lárus Ólafsson og Stefán E. Matthíasson frá Samtökum verslunar og þjónustu.


10) 15. mál - grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Snorra Magnússon og Steinar Adolfsson frá Landssambandi lögreglumanna, Stefán Eiríksson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Guðmund Guðjónsson frá ríkislögreglustjóraembættinu.

11) Önnur mál. Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

ÞrB boðaði forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 11:20