31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 15:15


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:15
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:15
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 15:15
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:15
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 15:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 467. mál - myndlistarlög Kl. 15:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Halldór B. Runólfsson og Sigríði Melrós Ólafsdóttur frá Listasafni Íslands, Gunnar J. Árnason frá Listfræðafélagi Íslands, Rakel Halldórsdóttur frá safnaráði - safnasjóði og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 16:45
Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að taka málið fyrir.

3) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 16:45
SkH kynnti drög að nefndaráliti sem hann hyggst senda á nefndarmenn í tölvupósti.

4) 382. mál - brottfall ýmissa laga Kl. 16:45
RR kynnti drög af nefndaráliti en stefnt er að afgreiðslu málsins á nefndadögum.

5) Önnur mál. Kl. 16:50
SF ítrekaði beiðni um að fulltrúi lögreglunnar yrði kallaður á fund nefndarinnar.
RR benti á að hún hefði áhuga á að koma þál. um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi (118. mál) á dagskrá nefndarinnar.
Fleira var ekki gert.
ÞKG boðaði forföll.

Fundi slitið kl. 17:00