35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 10:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Fundargerðir 32.-34. fundar voru staðfestar.

2) 118. mál - varðveisla íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 10:05
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur frá Landsbókasafni Íslands - háskólabókasafni og Margréti Hallgrímsdóttur frá Þjóðminjasafni Íslands.

3) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kolbrúnu Benediktsdóttur frá Ákærendafélagi Íslands og einnig frá embætti ríkissaksóknara og Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

4) 329. mál - endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi Kl. 11:00
JRG var valinn framsögumaður málsins.

5) 60. mál - Vestfirðir sem vettvangur þróunar, rannsókna og kennslu á sviði sjávarútvegs Kl. 11:00
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins.

6) 288. mál - samningsveð Kl. 11:00
BirgJ var valinn framsögumaður málsins.

7) Önnur mál. Kl. 11:05
ÞKG vísaði til 320. mál, frumvarps til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála (flýtimeðferð mála um gengistryggð lán) sem er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún benti á að óeðlilegt væri að málið væri til meðferðar í þeirri nefnd þar sem um breytingu á réttarfarsreglum væri að ræða sem heyrðu undir málefnasvið allsherjarnefndar.

Eftirtaldir nefndarmenn skipaðir í viðræðuhóp um Náttúruminjasafn Íslands: JRG, BirgJ, RR, SF og ÞBack.

Fleira var ekki gert.

ÞrB boðaði forföll.

Fundi slitið kl. 11:10