36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2012 kl. 09:10


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:10
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:10
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:20
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:20

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 382. mál - brottfall ýmissa laga Kl. 09:10
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu til að lagfæra gildistökugrein en þó með fyrirvara um afstöðu Skógræktar ríkisins um tiltekið atriði sem von er á upplýsingum um. Undir nefndarálit skrifa: BGS, RR, ÞKG, EyH, BirgJ.

2) 135. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:15
Málið var afgreitt frá nefndinni með einni breytingartillögu. Undir nefndarálit skrifa: BGS, ÞKG, RR, EyH, BirgJ.

3) 346. mál - Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað Kl. 09:20
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit skrifa: BGS, ÞKG, MSch, ÁPÁ, ÞBack, RR, EyH, BirgJ.

4) 267. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 09:30
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit skrifa: BGS, ÞKG, MSch, RR, EyH, BirgJ.

5) Önnur mál. Kl. 09:50
RR ræddi um 78. mál um stofnun íslenskrar handverksdeildar í Listaháskóla Íslands og kvaðst ekki telja að halda ætti áfram með það mál í nefndinni.
ÞKG fjallaði um 19. mál um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar og sagðist vilja kalla til gesti sem fyrst og fá umfjöllun um það mál.
Þá spurðist hún fyrir um væntanlegt frumvarp innanríkisráðherra um auknar rannsóknarheimildir lögreglu.

ÁPÁ og ÞBack véku af fundi kl. 9.30.

Fleira var ekki gert.Fundi slitið kl. 10:10