39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. mars 2012 kl. 09:10


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:10
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:10

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 316. mál - menningarminjar Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Eirík Þorláksson og Ragnheiði Þórarinsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

2) 344. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Braga Guðbransson og Heiðu Björgu Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Ágúst Þórðarson, Margréti J. Rafnsdóttur og Guðrúnu Kristinsdóttur frá Barnaheillum, Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna og Báru Sigurjónsdóttur starfsmann þess embættis.


3) 622. mál - meðferð sakamála Kl. 11:00
Nefndin hóf umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Hinriku Söndru Ingimundardóttur frá innanríkisráðuneyti.
SkH var valinn framsögumaður málsins og var málið sent til umsagnar með fresti til 17. apríl nk.

4) Heiðurslaun listamanna. Kl. 11:50
Málið var ekki tekið fyrir.

5) 118. mál - varðveisla íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 11:50
Málið var ekki tekið fyrir.

6) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

BirgJ, RR og ÞrB boðuðu forföll.

Fundi slitið kl. 11:50