40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:20
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Málefni Hólaskóla og Landbúnaðarháskólans. Kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom á fund nefndarinnar og svaraði spurningum um málefni Hólaskóla og málefni Landbúnaðarháskólans.

2) Heiðurslaun listamanna. Kl. 09:45
Formaður dreifði frumvarpi til laga um heiðurslaun listamanna. Meiri hluti nefndarinnar ákvað að leggja frumvarpið fyrir þingið (BjörgvS, SkH, JRG, ÞBack, ÞKG, RR).

3) 118. mál - varðveisla íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 10:00
RR dreifði nefndaráliti og var málið afgreitt af nefndinni. Undir nefndarálit skrifa: BjörgvS, RR, SkH, JRG, BG, ÞKG, SF.

4) Áætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Kl. 10:10
Nefndin ákvað að leggja fyrir þingið tillögu til þingsályktunar um áætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

5) 389. mál - aðgangur almennings að hljóðupptökum Blindrabókasafns Íslands Kl. 10:15
JRG var valin framsögumaður málsins og málið sent til umsagnar með fresti til 26. apríl nk.

6) 98. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:15
BjG var valin framsögumaður málsins og málið sent til umsagnar með fresti til 26. apríl nk.

7) 575. mál - meðferð einkamála Kl. 10:15
SkH var valinn framsögumaður málsins og málið sent til umsagnar með fresti til 26. apríl nk.

8) 358. mál - endurskoðun laga og reglugerða um kaup erlendra aðila á jörðum á Íslandi Kl. 10:15
ÞKG var valin framsögumaður málsins og málið sent til umsagnar með fresti til 26. apríl nk.

9) 137. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:15
BjörgvS var valinn framsögumaður málsins og málið sent til umsagnar með fresti til 26. apríl nk.

10) Önnur mál. Kl. 10:20
JRG vísaði til málefna íslenskrar ættleiðingar og óskaði eftir að fundað yrði um þau.
SF óskaði eftir að þál. um löggæsluáætlun kæmist sem fyrst á dagskrá (15. mál).
ÞBack var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Fundargerðir 37. - 39. fundar voru staðfestar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25