41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Íslensk ættleiðing. Kl. 09:00
Á fundinn komu Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson frá Íslenskri ættleiðingu og gerðu grein fyrir starfsemi samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndarmönnum úr velferðarnefnd gafst kostur á að vera á fundinum undir þessum dagskrárlið. Á fundinn komu EyH og LGeir og véku þau af fundi kl. 09:50.

2) 316. mál - menningarminjar Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Margréti Hermanns-Auðardóttur.

3) 467. mál - myndlistarlög Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Knút Bruun og Ragnar Th Sigurðsson frá Myndstefi og Hrafnhildi Sigurðardóttur og Ingibjörg Gunnlaugsdóttur frá Samband ísl. myndlistarmanna.


4) 599. mál - fjölmiðlar Kl. 11:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Elfu Ýr Gylfadóttur, Jón Vilberg Guðjónsson, Margréti Magnúsdóttur, Þorgeir Ólafsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

5) Önnur mál. Kl. 12:15
BJ boðaði forföll vegna veikinda.
JRG, EyH og LGeir og véku af fundi kl. 09:50.
BjörgvS vék af fundi milli kl. 10.20 og 11.10.
ÞrB vék af fundi kl. 10.20.
ÞBack vék af fundi kl. 11.30.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15