46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:20
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 344. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti og Róbert R. Spanó formann refsiréttarnefndar.
Málið var afgreitt frá nefndinni með einni breytingartillögu. BJ skrifar undir álit nefndarinnar með fyrirvara en þessir skrifa undir nefndarálit: BjörgvS, SkH, ÞBack, JRG, SF, BJ (m. fyrirvara).

2) 468. mál - háskólar Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hellen Gunnarsdóttur og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

3) 467. mál - myndlistarlög Kl. 10:10
ÞBack dreifði nefndaráliti og breytingartillögum við málið. Ákveðið að taka aftur fyrir á stuttum fundi á morgun.

4) Önnur mál. Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15