48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2012 kl. 15:15


Mættir:

Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:15
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 15:15
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:15
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 15:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 15:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti og Eirík Tómasson frá réttarfarsnefnd.

2) 468. mál - háskólar Kl. 15:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hjálmar Ragnarsson frá Listaháskóla Íslands og Ara Kristin Jónsson frá Háskólanum í Reykjavík.

3) 715. mál - framhaldsskólar Kl. 16:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ragnheiði Bóasdóttur og Þórey Aðalsteinsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

4) önnur mál. Kl. 17:25
ÞKG benti á eftirfarandi: 1. Beiðni til formanns um að fundað yrði í nefndinni vegna sóknargjalda, 2. Beiðni til formanns um að fundað yrði um þróun kennaramenntunar, 3. Þörfina á að ræða áfram um frv. um auknar rannsóknarheimildir lögreglu (622. mál).

Fleira var ekki gert.
SF vék af fundi kl. 17.10.

Fundi slitið kl. 17:30