49. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Fundargerðir voru ekki tilbúnar.

2) 468. mál - háskólar Kl. 09:05
SkH dreifði nefndarálit og breytingartillögum. Málið var afgreitt með breytingartillögum en að þeim standa og undir álit skrifa: SkH, ÞrB, JRG, ÞBack, ÞKG, RR, SF, BJ.

3) 316. mál - menningarminjar Kl. 09:40
RR dreifði nefndaráliti og breytingartillögum. Málið var afgreitt með breytingartillögum en að þeim standa og undir álit skrifa: SkH, ÞrB, JRG, ÞBack, ÞKG, RR, SF, BJ.

4) 288. mál - samningsveð Kl. 10:10
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Jósepsdóttur og Berglindi Helgu Jónsdóttur frá Fjármálaeftirliti, Guðmund Ásgeirsson og Ólaf Garðarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Vilhjálm Bjarnason frá Samtökum fjárfesta.

5) 663. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 11:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur, Guðnýju Helgadóttur og Ólaf Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

6) 654. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 11:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Agnesi Guðjónsdóttur, Guðnýju Helgadóttur og Ólaf Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

7) 716. mál - nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki Kl. 11:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund MN sem kynnti málið fyrir nefndinni.

8) Önnur mál. Kl. 12:00
ÞKG ítrekaði beiðni sína um að haldið yrði áfram með frv. um auknar rannsóknarheimildir (622. mál) og að fundað yrði um sóknargjöld og þróun kennaramenntunar.

Fundi slitið kl. 12:00