58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. maí 2012 kl. 08:30


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:30
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:30
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerðir 55. og 56. fundar voru staðfestar.

2) 288. mál - samningsveð Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gunnhildi Gunnarsdóttur frá Íbúðalánasjóði, Þorvarð Tjörva Ólafsson frá Seðlabanka Íslands og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

3) 765. mál - vinnustaðanámssjóður Kl. 09:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Eyjólfsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Ernu Hauksdóttur frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur frá Samtökum iðnaðarins, Lísbet Einarsdóttur frá Samtökum verslunar og þjónustu og Jón B. Stefánsson frá Tækniskóla Íslands.

4) 686. mál - greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota Kl. 09:50
BGS dreifði nefndaráliti. Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, MSch, ÞBack, ÞKG, RR, EyH, BJ.

5) 748. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:55
SkH dreifði nefndaráliti með breytingartillögum sem var hvoru tveggja afgreitt af meiri hluta nefndarinnar: BjörgvS, SkH, ÞrB (með fyrirvara), MSch, ÞBack, EyH (með fyrirvara), BJ.

6) 599. mál - fjölmiðlar Kl. 10:05
Málinu var frestað.

7) 715. mál - framhaldsskólar Kl. 10:05
Málið var afgreitt frá nefndinni. Að nefndaráliti standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÞBack, MSch, RR, ÞKG, EyH, BJ.

8) 716. mál - nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki Kl. 10:10
Málinu var frestað.

9) 26. mál - forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Kl. 10:10
ÞKG dreifði nefndaráliti sem var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar og undir það rita: BjörgvS, SkH (með fyrirvara), ÞrB (með fyrirvara), ÞBack (með fyrirvara), MSch, ÞKG, EyH, RR.

ÞrB og ÞBack óskuðu að bókað yrði:
Samkvæmt þessari þingályktunartillögu er þingið að fela innanríkisráðherra að kanna lagaumhverfi hinnar almennu lögreglu á Norðurlöndum til að hafa til fyrirmyndar að lagafrumvarpi um starfsemi lögreglunnar, ekki síst með tilliti til svokallaðrar "skipulagðrar glæpastarfsemi". Hér er á engan hátt verið að hvetja til að á Íslandi verði stofnuð einhvers konar öryggis-, njósna- ellegar leyniþjónusta, hvað svo sem líður lagasetningu okkar stærri frændþjóða um slíkar stofnanir.
BirgJ ritar ekki undir álit meiri hlutans og telur framangreinda bókun ekki ganga nægilega langt.


10) 779. mál - innheimtulög Kl. 10:20
Afgreitt var frá nefndinni álit til efnahags- og viðskiptanefndar.

11) Frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Kl. 10:20
Nefndin ákvað að flytja frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

12) Önnur mál. Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25