61. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. júní 2012 kl. 13:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 13:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 13:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 13:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 765. mál - vinnustaðanámssjóður Kl. 13:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kristrúnu Ísaksdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Að nefndaráliti og breytingartillögu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÞBack, ÞKG, RR, SF, BJ. (ÞKG óskaði eftir því við formann fyrir fundinn að rita undir nefndarálit og standa að breytingartillögum, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis).

2) 316. mál - menningarminjar Kl. 13:15
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Að nefndaráliti og breytingartillögu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÞBack, ÞKG, RR, SF, BJ. (ÞKG óskaði eftir því við formann fyrir fundinn að rita undir nefndarálit og standa að breytingartillögum, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis).

3) 599. mál - fjölmiðlar Kl. 13:20
Málinu var frestað.

4) 716. mál - nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki Kl. 13:20
Málinu var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 13:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:25