2. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. september 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir SF, kl. 09:12
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 23. mál - samningsveð Kl. 09:01
Borin var upp sú tillaga að TÞH yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

3) 12. mál - dómstólar o.fl Kl. 09:03
Borin var upp sú tillaga að ÞBert yrði framsögumaður. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur verður til 15. október.

4) 111. mál - íþróttalög Kl. 09:05
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur verður til 15. október.
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir og Óskar Þór Ármannsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 09:37
Borin var upp sú tillaga að SkH yrði framsögumaður. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur verður til 15. október.
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir og Guðný Helgadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 109. mál - bókasafnalög Kl. 10:10
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur verður til 15. október.
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir og Eiríkur Þorláksson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál. Kl. 10:27
Beiðni kom fram frá EyH að halda upplýsingafund um framkvæmd mála í kjölfar þess að á 138. löggjafarþingi var samþykkt þingsályktunartillaga um afgerandi lagalega sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingarfrelsi. Það var samþykkt.
BJ og SER voru fjarverandi.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:30