9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. október 2012 kl. 09:35


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:35
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir TÞH, kl. 09:35
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:35
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:35
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:35
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:35
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:05

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:35
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Kynferðisafbrotamál. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Halla Bergþóra Björnsdóttir og Ólafur Kristófer Ólafsson frá stjórn lögreglustjórafélagi Íslands. Fóru þau yfir stöðu kynferðisafbrotamála á Íslandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.


3) 196. mál - menningarstefna Kl. 10:09
Borin var upp sú tillaga að SER yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Guðni Tómasson og Karitas Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 199. mál - sviðslistalög Kl. 10:46
Borin var upp sú tillaga að ÞrB yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Karitas Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 198. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 11:07
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Hellen H. Gunnarsdóttir, Margrét Magnúsdóttir og Friðrika Harðardóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 183. mál - vopn, sprengiefni og skoteldar Kl. 11:47
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) 21. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 11:48
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

9) Önnur mál. Kl. 11:50
Nefndinni barst umsagnarbeiðni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (skrifleg framlagning mála á ríkisstjórnarfundar), 248. mál. þann 23. október. Þess var óskað að umsögn nefndarinnar yrði skilað fyrir hádegi fimmtudaginn 25. október nk. Nefndin ræddi umsagnarbeiðnina. Það var mat nefndarinnar að frestur til að skila umsögn væri of skammur og sæi nefndin sér því ekki fært að fjalla um málið á þann hátt sem hún hefði kosið. Nefndin mun af þeim sökum ekki skila stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umsögn um mál. 248.
Fleira var ekki rætt.
GLG var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:03