12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2012 kl. 09:10


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:10
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:10
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:17
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:12
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:10

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 109. mál - bókasafnalög Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Sverrisdóttir frá Landsbókasafni-háskólabókasafni, Stefanía Júlíusdóttir frá Háskóla Íslands, Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Margrét Sigurgeirsdóttir og Sara Stefáns Hildardóttir frá Upplýsing -félag bókasafns- og upplýsingafræða og Pálína Magnúsdóttir frá samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 111. mál - íþróttalög Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Örvar Ólafsson, Skúli Skúlason og Lárus Blöndal frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Óskar Þór Ármannsson og Agnes Guðjónsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Íslensk ættleiðing. Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson frá Íslenskri ættleiðingu. Fóru þeir yfir stöðu ættleiðinga hér á landi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 292. mál - meðferð sakamála Kl. 11:30
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 11:32
Fleira var ekki rætt.
SF var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:32