13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. nóvember 2012 kl. 09:04


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:04
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:04
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:04
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:11
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:04

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:04
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Útsláttur GSM senda. Kl. 09:06
Á fund nefndarinar komu Sævar Freyr Þráinsson, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Baldur Viðar Baldursson frá Símanum og Rögnvaldur Ólafsson frá Almannavörunum. Fóru þeir yfir útslátt á GSM sendum sem átti sér stað um liðna helgi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Auður B. Árnadóttir, Arnór Guðmundsson, Marta Guðrún Skúladóttir og Gísli Magnússon frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 111. mál - íþróttalög Kl. 10:12
Nefndin afgreidd álit sitt. Að álitinu standa BjörgvS, SkH, ÞBert, ÞKG og SF.

5) 134. mál - áfengislög Kl. 10:17
Á fund nefndarinnar komu Almar Guðmundsson frá Félagi Atvinnurekanda og Andri Þór Guðmundsson frá Ölgerðinni. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

7) 109. mál - bókasafnalög Kl. 11:01
Dagskrárlið frestað.

8) Tilskipun
2012/7/EU
Kl. 11:02
Nefndin afgreidd álit sitt. Að álitinu standa BjörgvS, SkH, ÞBert, ÞKG og SF.

9) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 11:11
Á fund nefndarinar komu Snorri Óskarsson (símafundur)frá Betelsöfnuðinum, Henry Alexander Henrysson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Elísabet Gísladóttir og Elísabet Aagot Árnadóttir frá Umboðsmanni barna, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Oddur Sigurðsson frá Femínistafélaginu og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál. Kl. 11:48
Fleira var ekki rætt.
GLG og SER voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BJ var fjarverandi vegna veikinda.
TÞH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:48