16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 09:05


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:05
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞrB, kl. 09:05
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:10
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

BjörgvS og SER voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.


Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Farið var yfir fundagerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Hjálmar Jónsson og Sigurður Már Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Björn Geirsson og Hrafnkell Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun, Hilmar Sigurðsson frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðanda og Björn Davíðsson (símafundur) frá Snerpu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 10:05
Nefndin ræddi málsmeðferð frumvarpsins.

4) 109. mál - bókasafnalög Kl. 10:10
Nefndin ræddi málsmeðferð frumvarpsins.

5) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 10:14
Nefndin ræddi málsmeðferð frumvarpsins.

6) Önnur mál. Kl. 10:17
Nefndin afgreiddi álit sitt í máli 190,um frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum (afnám umsóknarfrests til að sækja um leyfisbréf). BjörgvS, SER, ÞKG og SF voru fjarverandi afgreiðslu málsins.
ÞKG vék af fundi kl. 10:10.
SF vék af fundi 10:08.
Fleira var ekki rætt.


Fundi slitið kl. 10:21