20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 15:36


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:20
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:20
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:50
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:20
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:20
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:36

SF og TÞH voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Að lokinni afgreiðslu heiðurslauna kom ÞrB á fund nefndarinnar.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:20
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja fund og þær samþykktar með smávægilegum breytingum til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 15:25
Nefndin afgreiddi að nýju breytingatillögu sína við frumvarp til fjárlaga vegna heiðursmannalistalauna.

3) 12. mál - dómstólar o.fl Kl. 15:35
Á fund nefndarinnar kom Eiríkur Tómasson frá Réttarfarsnefnd. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 130. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:50
Á fund nefndarinnar kom Daði Kristjánsson frá Ákærendafélagi Íslands. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 109. mál - bókasafnalög Kl. 15:55
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, GLG, SER, BJ og ÞKG.

6) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 16:00
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, GLG, SER. BJ og ÞKG með fyrirvara.

7) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 16:03
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

8) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 16:37
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

9) Önnur mál. Kl. 17:02
Bókun ÞKG: Vegna máls 415, frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá Íslands og þeirrar umsagnar sem barst nefndinni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, vill þingmaðurinn að kallaðir verði á fund nefndarinnar sérfræðingar vegna þeirra tilteknu greina sem nefndin á að skila umsögn um.
Skipuð var undirnefnd vegna veitingu íslensk ríkisborgararéttar. Nefndina skipa SkH, ÞKG og ÞrB.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:06