25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 15:15


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:15
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 15:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:15

SF var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
SER var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:17
Á fund nefndarinnar komu Ragnar Árnason, Þráinn Eggertsson og Ragnar Aðalsteinsson. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 16:50
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 12. mál - dómstólar o.fl Kl. 17:35
Á fund nefndarinnar kom Helgi Laxdal. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 203. mál - heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla Kl. 17:45
Á fund nefndarinnar kom Henry Alexander Henrysson frá rannsóknarstofu um Háskóla. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 479. mál - vegabréf Kl. 18:08
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins.
Það var samþykkt.

6) 475. mál - dómstólar Kl. 18:09
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins.
Það var samþykkt.

7) Önnur mál. Kl. 18:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 18:10