29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. desember 2012 kl. 09:05


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:15
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:05
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:05

GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar kom Einar Þorvarðarsson frá Handknattleikssambandi Íslands. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 198. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 10:02
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti nefndarinnar standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÞKG, TÞH, SF, BJ og SER. GLG var með á áliti samkvæmt 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðareglna fastanefnda Alþingis.

4) Frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Kl. 10:12
Nefndin samþykkti að leggja fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

5) Önnur mál. Kl. 10:25
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:28