34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 08:37


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 08:37
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:37
Margrét Pétursdóttir (MPét) fyrir ÓGunn, kl. 08:37
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÞKG, kl. 08:37
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:37
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 08:37
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:37
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:37

TÞH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 08:37
Farið var yfir fundargerðir síðustu funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 08:39
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson og Svanhildur Þorbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit til 3. umræðu.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, SER, MP og BJ.

3) 203. mál - heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla Kl. 09:17
Á fund nefndarinnar komu Sigurjón Mýrdal og Guðni Olgeirsson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þeir yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tillögur UNICEF á Íslandi um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum. Kl. 10:01
Á fund nefndarinar komu Stefán Stefánsson og Bergsteinn Jónsson frá UNICEF. Fóru þeir yfir tillögur UNICEF um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 12. mál - dómstólar o.fl Kl. 10:10
Nefndin afgreiddi nefndarálit sitt.
Að álitinu standa; BjörgvS, SkH, ÞrB, SER, MP, PHB, SF og BJ.

6) 155. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins Kl. 10:15
Nefndin afgreiddi nefndarálit sitt.
Að álitinu standa; BjörgvS, SkH, ÞrB, SER, MP, PHB, SF og BJ.

7) 490. mál - fjölmiðlar Kl. 10:20
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) 420. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:23
Borin var upp sú tillaga að SER yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

9) 471. mál - endurbætur björgunarskipa Kl. 10:26
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

10) Önnur mál. Kl. 10:29
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:29