41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl. 09:03


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:03
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:03
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:03
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:03
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:03
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:03

SF og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 477. mál - happdrætti Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Lárus Blöndal og Lilja Þorgeirsdóttir frá ÖBÍ, Stefán Konráðsson frá Íslensk getspá, Hafsteinn Pálsson frá Íslenskum getraunum, Hrafnkell Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun, Sæmundur Runólfsson frá UMFÍ, Erla Þuríður Pétursdóttir, Vigdís Halldórsdóttir og Margrét Kjartansdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 11:32
Fleira var ekki rætt.
ÞKG vék af fundi kl. 11:14.

Fundi slitið kl. 11:32