44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 15:17


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:17
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:17
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:17
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 16:49
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:17
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:17
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:17

BjörgvS var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
TÞH var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:17
Farið var yfir fundargerðir síðustu funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 567. mál - 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 Kl. 15:20
Nefndin fór yfir tillögu til þingsályktunar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.

3) 478. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:30
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti nefndarinnar standa: SkH, ÞrB, ÓÞG, ÞKG, BJ og SER. SF var á áliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 490. mál - fjölmiðlar Kl. 15:45
Á fund nefndarinnar komu Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Eyvindur G. Gunnarsson og Hörður Helgason frá Happdrætti Háskóla Íslands, Björn Geirsson og Hrafnkell Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Páll Gunnar Pálsson og Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu, Ari Edwald frá 365-miðlum, Davíð Örn Sveinbjörnsson frá Lindinni, Eiríkur Hauksson frá Skjánum og Guðjón Bjarni Hálfdánarsson frá Vodafone. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 420. mál - almenn hegningarlög Kl. 17:50
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál. Kl. 17:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:50