48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir ÞKG, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:14
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

SkH var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
SER og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 292. mál - meðferð sakamála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneytinu, Eiríkur Tómasson frá réttarfarsnefnd, Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Ólafur Helgi Kjartansson frá lögreglustjórafélagi Íslands, Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson frá Ríkissaksóknara og Jón H. B. Snorrason frá Ákærendafélaginu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 150. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 137. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 10:53
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 477. mál - happdrætti Kl. 11:19
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu og Eyvindur G. Gunnarsson frá Happdrætti Háskóla Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:49
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:49