9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, föstudaginn 28. júní 2013 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:30
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

ÓP sat fundinn þar til PVB kom.
KJak sat fundinn í stað SSv.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir á 142. þingi Kl. 08:30
Frestað.

2) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 08:30
Á fundinn komu Svavar Kjarval frá Félagi um stafrænt frelsi og Theódór Ragnar Gíslason frá Syndis og fóru yfir sínar athugasemdir við frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom 9:00 Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands og gerði grein fyrir umsögn laganefndar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu, Ólafur Hjálmarsson, Rósmundur Guðnason, Hrafnhildur Arnkelsdóttur og Björn Þór Svavarsson frá Hagstofu Íslands og Hörður Helgi Helgason og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Páll fór yfir tillögu að breytingum á frumvarpinu ásamt fulltrúum Hagstofunnar og þau svöruðu spurningum nefndarmanna. Fulltrúar Persónuverndar kynntu sér breytingartillöguna á fundinum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30