17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 19:20


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 19:20
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 19:20
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 19:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 19:20
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 19:20
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir GuðbH, kl. 19:20
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 19:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 19:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir LínS, kl. 19:20

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 19:20
Málinu var vísað til nefndarinnar eftir 2. umræðu. Nefndin ræddi málið og lagði formaður til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Samþykk því að afgreiða málið frá nefndinni voru: UBK, WÞÞ, ELA, JMS og VilÁ. Andvíg afgreiðslu málsins voru: SSv, SII, HHG, PVB.

SSv, SII, HHG og PVG lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar minni hlutans leggja til að nefndinni verði falið að smíða frumvarp í þverpólitískri sátt í því skyni að ná markmiðum þess frumvarps sem hefur verið til umfjöllunar í nefndinni í sumar og haust. Hér er um að ræða mál sem snertir grundvallarmannréttindi og friðhelgi einkalífsins og brýnt að ekki sé gengið lengra en nauðsyn ber til að ná markmiðunum. Meðalhóf verður að hafa að leiðarljósi og mjög ríkir almannahagsmunir þurfa að vera í húfi. Við vinnslu málsins hefur vilji minni hlutans til samstarfs marg oft komið fram en sá vilji hefur því miður ekki verið virtur meira en svo að nú stefnir í að málið verði afgreitt frá alþingi í ágreiningi. Umræddur vilji kemur eindregið fram í nefndaráliti minni hluta, er áréttaður í þessari bókun og í sérstakri tillögu sem verður lögð fram til afgreiðslu við þriðju umræðu.

2) Önnur mál Kl. 19:27
Fleira var ekki gert

Fundi slitið kl. 19:27