11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 4. júlí 2013 kl. 19:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 19:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 19:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 19:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 19:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 19:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 19:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 19:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 19:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir VilÁ, kl. 19:00

ValG sat fundinn í stað VilÁ.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundagerðir allsherjar- og menntamálanefndar á 142. þingi Kl. 19:00
Formaður lagði fram fundargerðir 6. - 10. fundar sem voru samþykktar án athugasemda.

2) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 19:05
Nefndin fjallaði um málið sem verður tekið fyrir að nýju í nefndinni eftir sumarhlé þingsins.

3) Önnur mál Kl. 19:15
Formaður gerði grein fyrir að fyrirhugað var að fjalla um málefni námsmanna hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en þeirri umfjöllun var frestað þar sem hvorki náðist í ráðherra né formann stjórnar LÍN.

Formaður gerði grein fyrir því hvernig umfjöllun nefndarinnar hefur verið um umsóknir um ríkisborgararétt og undirbúningsferil þeirra mála hjá innanríkisráðuneyti og Útlendingastofnun fyrir nefndina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:25