5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ELA, kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir GuðbH, kl. 08:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 93. mál - dómstólar Kl. 08:33
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Borin var upp tillaga að VilÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 90. mál - meðferð sakamála Kl. 08:38
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að VilÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 08:41
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að UBK yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 92. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að UBK yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 94. mál - Neytendastofa og talsmaður neytenda Kl. 08:53
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að VilÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) 12. mál - miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara Kl. 08:59
Tekin var ákvörðun um að senda frumvarpið til umsagnar.

8) Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar kom Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 09:32
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:32