6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 09:00


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

SÁA sat fundinn í stað UBK og HE sat fundinn fyrir JMS.
JÞÓ áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundagerðir allsherjar- og menntamálanefndar á 142. þingi Kl. 09:00
1. varaformaður kynnti fimm fundargerðir fyrri funda.
GuðbH óskaði eftir leiðréttingu á bókun við fund nr. 2.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti án frekari athugasemda.

2) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 09:10
Á fundinn kom Benedikt Bogason frá réttarfarsnefnd og gerði grein fyrir afstöðu til umsagna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:30 kom Reimar Pétursson frá laganefnd Lögmannafélags Íslands og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Í lok fundar óskaði VilÁ eftir af málið yrði afgreitt frá nefndinni án nefndarálits. 1. varaformaður bar þá tillögu upp og meiri hlutinn studdi þá afgreiðslu: þ.e.:
PVB, LínS, SÁA, HHG, VilÁ og ELA.
HE sat hjá.
Hugsanlegt að SSv og GuðbH skili séráliti.

GuðbH óskaði eftir eftirfarandi bókun: Ég harma að ósk minni um að fresta því að afgreiða málið frá nefndinni sé hafnað af meirihluta nefndarinnar. Ákvörðunin ýtir undir ágreining um málefni sem sátt hefur verið um. Málið er afgreitt til 3. umræðu en ósk mín var að tækifæri gæfist til að skoða nýjustu upplýsingar í framhaldi af viðtölum við gesti og fresta afgreiðslu, enda tefði það málið ekki. Þrátt fyrir tillögu starfandi formanns nefndarinnar, sem ég gat fallist á, um að fresta afgreiðslu fram að næsta fundi og afgreiða út á aukafundi, ákvað meirihlutinn að verða ekki við þeirri ósk. Ég treysti á að þetta verði ekki fordæmisgefandi fyrir starf nefndarinnar.

3) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 09:30
Á fundinn komu Ingvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Sverrir Þorvaldsson frá Íslandsbanka og Þóra Hjaltested frá Arion banka og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:55 komu Svana Helena Björnsdóttir og Erlendur Steinn Guðnason frá Stika, Páll Hilmarsson og Þorsteinn Yngvi Guðmundsson frá DataMarket ehf. og Arnheiður Guðmundsdóttir frá Skýrslutæknifélagi Íslands auk þess sem Smári McCarthy frá IMMI var á símafundi. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:40 komu Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og gerðu grein fyrir afstöðu við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10