7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2013 kl. 08:33


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:33
Haraldur Einarsson (HE) fyrir JMS, kl. 08:33
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir GuðbH, kl. 08:33
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:33

UBK var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
ELA var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:33
Formaður kynnti fundargerð 6. fundar og var hún samþykkt.

2) 94. mál - Neytendastofa og talsmaður neytenda Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Halldórsdóttir og Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun og Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Björn Freyr Björnsson frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að VilÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 09:58
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:58