13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 13:07


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 13:07
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:07
Haraldur Einarsson (HE) fyrir LínS, kl. 13:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:07
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:07

UBK var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
GuðbH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
JMS var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu tveggja funda Kl. 13:07
Dagskrárlið frestað.

2) 6. mál - leikskóli að loknu fæðingarorlofi Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Einarsdóttir og Arna H. Jónsdóttir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Ingibjörg Kristleifsdóttir frá Kennarasambandi Íslands/Félagi leikskólakennara. Fóru þær yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 94. mál - Neytendastofa og talsmaður neytenda Kl. 14:02
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu stóðu: PVB, HE, ELA, HHG, SSv og VilÁ.
GuðbH var með á áliti skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.
Bókun: „Við afgreiðslu nefndarálits vilja HHS, SSv og GuðbH leggja fram bókun þess efnis að við breytingu á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda nr. 62/2005, eru ekki allar heimildir sem talsmaður neytenda hafði færðar yfir til Neytendastofu. Þingmennirnir treysta því að þessum verkefnum fyrrum talsmanns neytenda verði fyrirkomið hjá Neytendastofu við fyrirhugaða heildarendurskoðun málaflokksins".

4) 161. mál - flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 148. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 14:20
Dagskrárlið frestað.

6) 150. mál - nauðungarsala Kl. 14:22
Borin var upp sú tillaga að HHG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 14:24
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 14:24