14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2013 kl. 09:03


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:07
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir LínS, kl. 09:03
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:19
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:03
Formaður kynnti fundargerðir 10., 11., 12., og 13. fundar og voru þær samþykktar.

2) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 09:10
Nefndin samþykkti álit sitt.
Að álitinu standa: UBK, PVB, HBH, ELA, GuðbH, HGH, JMA, SSV og VilÁ.

3) Frumvarp til laga um breyt. á dómstólalögum Kl. 09:20
Nefndin ræddi gerð frumvarps um breytingu á dómstólalögum nr. 15/1998 (leyfi dómara). Nefndin tók ákvörðun um að kalla til sín gesti vegna málsins.

4) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Steinunn Rögnvaldsdóttir frá Femínistafélagi Íslands. Fóru þær yfir umsögn sína og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Skipaður var undirhópur nefndarinnar sem funda þarf með fulltrúm frá Innanríkisráðuneytinu, Útlendingastofnun og Ríkislögreglustjóra vegna veitingu ríkisborgararéttar. Hópinn skipa; UBK, HHG og JMS.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30