31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 17. desember 2013 kl. 13:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 13:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir HHG, kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Guðbjartur Hannesson og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 232. mál - nauðungarsala Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu sem og Guðbjartur Hannesson og Jóhanna María Sigmundsóttir í samræmi við 4. mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 13:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:08