37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. janúar 2014 kl. 10:05


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 10:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:05
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir (GEF) fyrir PVB, kl. 10:05
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ELA, kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:05
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir UBK, kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Guðbjartur Hannesson vék af fundi kl. 11:09

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:05
1. varaformaður kynnti fundargerðir 35 og 36 og voru þær samþykktar.

2) 213. mál - færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Tryggvi Axelsson, Helga Sigmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir frá Neytendastofu og Björn Karlsson og Jóhann Ólafsson frá Mannvirkjastofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 182. mál - hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Björgvin Guðmundsson og Guðbrandur Bogason frá Ökukennarafélagi Íslands. Fóru þeir yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:35
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) 212. mál - umferðarljósamerkingar á matvæli Kl. 11:45
Borin var upp sú tillaga að HHG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 233. mál - fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta Kl. 11:50
Nefndin samþykkti álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn voru á álitinu. HHG með fyrirvara.

7) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:05