43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. febrúar 2014 kl. 08:34


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:34
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:34
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:34
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ELA, kl. 09:19
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:34
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:38
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:34
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:34

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:34
Formaður kynnti fundargerð 41 og 42 og voru þær samþykktar.

2) 250. mál - framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Stefán Eiríksson frá Lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu, Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Þorvarður Hjaltason og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Valdimar Hermannson frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (símafundur). Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 251. mál - lögreglulög Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Stefán Eiríksson frá Lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu, Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Þorvarður Hjaltason og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Valdimar Hermannson frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (símafundur). Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 277. mál - endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi Kl. 10:10
Borin var upp sú tillaga að SSv yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 276. mál - kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum Kl. 10:12
Borin var upp sú tillaga að SSv yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:14
Borin var upp sú tillaga að PVB yrði framsögumaður á máli 281, kyrrsetning, lögbann o.fl. (lögbann, fjárhagslegir hagsmunir). Það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:16