45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 15:10


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:10
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:10
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:25
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 16:06

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) 250. mál - framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Jónsson og Katrín María Andrésdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Páll Björnsson frá Sýslumanninum á Hornafirði (símafundur), Árni Stefán Jónsson og Alma Lísa Jóhannsdóttir frá SFR-Stéttarfélag í almannaþjónustu og Þórunn Hafstein og Hermann Sæmundsson frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 251. mál - lögreglulög Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Jónsson og Katrín María Andrésdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Páll Björnsson frá Sýslumanninum á Hornafirði (símafundur), Árni Stefán Jónsson og Alma Lísa Jóhannsdóttir frá SFR-Stéttarfélag í almannaþjónustu og Þórunn Hafstein og Hermann Sæmundsson frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 18:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:50