54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 09:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Helgi M. Gunnarsson frá Embætti ríkissaksóknara, Bogi Nilsson og Snorri Örn Árnason. Fóru þeir yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 196. mál - varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 10:40
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn voru á álitnu.

4) 268. mál - aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Baldur Sigurðsson frá Háskóla Íslands - menntavísindasviði, Kolbrún Halldórsdóttir frá Bandalagi íslenskra listamanna, Jón Guðnason frá Háskólanum í Reykjavík, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá málnefnd um íslenskt táknmál, Eiríkur Rögnvaldsson frá Máltæknisetri og Pétur H. Hannesson frá Landsspítala- háskólasjúkrasafni. Fóru þau yfir tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 249. mál - útlendingar Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

6) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10