53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. mars 2014 kl. 15:07


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:07
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:07
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:07
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:07
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:07

Páll Valur Björnsson var forfallaður af persónulegum ástæðum.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:07
Nefndin samþykkti fundargerðir 51. og 52. fundar.

2) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 15:08
Nefndin fundaði í gegnum síma með Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur frá Héraðsskjalasafni Akraness, Báru Stefánsdóttur frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Unnari Ingvarssyni frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, Jóhönnu Skúladóttur frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar og Hrönn Hafþórsdóttur frá Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar. Gestir nefndarinnar kynntu afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 16:20
Á fund nefndarinnar komu Páll Gunnar Pálsson og Sonja Bjarnadóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Guðrún Finnborg Þórðardóttir, Birgir Ottó Hillers og Jónas Gauti Friðþjófsson frá Fjármálaeftirlitinu. Fóru þau yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 17:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05