63. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 08:36


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:36
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:36
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:53
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:36
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:36
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:43
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Svandís Svavarsdóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:36
Dagskrárlið frestað.

2) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 08:36
Á fund nefndarinnar komu Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Hrafn Sveinbjarnarson, Svanhildur Bogadóttir og Þorsteinn Tryggvi Másson stjórnarmenn í Félagi héraðsskjalavarða. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

3) 414. mál - efling tónlistarnáms Kl. 10:27
Borin var upp sú tillaga að PVB yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05