64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:09
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:08
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:04

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Menningarsamningar Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Ásta Elísabet Haraldsdóttir frá Menningarráði Vesturlands(símafundur), Pétur Þór Jónasson frá Menningarráði Norðurlands eystra(símafundur), Karitas H. Gunnarsdóttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Kristján Skarphéðinsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fóru þau yfir stöðu menningarsamninga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni Hljóðbókasafns Íslands Kl. 09:42
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Eiríkur Þorláksson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Halldór Birgisson frá Félagi bókaútgefanda, Ragnheiður Tryggvadóttir frá Rithöfundasambandi Íslands og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir frá Hljóðbókasafni Íslands. Fóru þau yfir stöðu Hljóðbókasafns Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 414. mál - efling tónlistarnáms Kl. 10:41
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Guðbjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 11:03
Nefndin afgreiddi álit sitt og breytingatillögur.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir. SSv, GuðbH og HHG skrifa undir með fyrirvara.

6) Staða mála. Kl. 11:19
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

7) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35