67. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:16
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:27
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:12

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 65 og 66.

2) 481. mál - örnefni Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 417. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Ásbjörn Jónsson og Ragnhildur Benediktsdóttir frá Biskupsstofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 414. mál - efling tónlistarnáms Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Grendal, Elín Anna Ísaksdóttir og Jón Hrólfur Sigurjónsson frá félagi tónlistarskólakennara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 351. mál - lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda Kl. 10:40
Nefndin fór yfir drög að nefndaráliti.

6) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 10:47
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

7) Ríkisborgararéttur. Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar komu Jórunn Sindradóttir, Eiríkur Ari Eiríksson og Sigurbjörg Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun. Fóru þau yfir málefni þeirra sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10