65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:45
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:41

Helgi Hrafn Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Elsa Lára Arnardóttir voru fjarverandi.
Jóhanna María Sigmundsdóttir vék af fundi kl. 09:50.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Nefndin samþykkti fundargerðir 62,63 og 64.

2) 351. mál - lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Freysson og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 414. mál - efling tónlistarnáms Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Vilberg Viggósson og Kristinn Örn Kristinsson frá samtökum tónlistarskóla og Sigfríður Björnsdóttir og Freyja Gunnlaugsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 09:50
Dagskrárlið frestað.

5) 481. mál - örnefni Kl. 09:51
Borin var upp sú tillaga að LínE yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:55
Formaður bar upp tillögu um að nefndin myndi flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, með síðari breytingum (skip- og vélstjórnarréttindi).
Nefndin ræddi málið.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00