69. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 09:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 11:03
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:49
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir HHG, kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:49

Jón Þór Ólafsson vék af fundi 09:45 og Helgi Hrafn Gunnarsson kom í stað hans.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:03.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin samþykkti fundargerð 68.

2) 414. mál - efling tónlistarnáms Kl. 09:45
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa UBK, PVG, LínS, GuðH, HHG, JMS, SSv og VilÁ. ELA er á álitnu sbr. 4. mgr. 18. gr. regla um fastanefndir Alþingis.

3) 283. mál - rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum Kl. 11:12
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitnu standa: UBK, PVB, LínS, ELA, GuðbH, HHG, JMS, SSv og VilÁ.

4) 351. mál - lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda Kl. 09:32
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: UBK, PVG, LínS, GuðbH,SSv, JÞÓ með fyrirvara. ELA, VilÁ og JMS eru á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 481. mál - örnefni Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Tryggvi Þórhallson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hallgrímur J. Ámundason frá Stofnun Árna Magnússonar og Magnús Guðmundsson og Gunnar Haukur Kristinsson frá Landmælingum Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 176. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar kom Helgi Þórsson frá félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 266. mál - ráðstafanir gegn málverkafölsunum Kl. 11:30
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32