66. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 11. apríl 2014 kl. 11:45


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 11:45
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 11:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 11:45
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 11:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 11:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 11:45
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 11:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:45

Svandís Svavarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 561. mál - menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 11:45
Á fund nefndarinnar komu Þórir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Elna Katrín Jónsdóttir frá Kennarasambandi Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að nefndin myndin flytja frumvarpið. Það var samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00